Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Björn Jóhann Björnsson

Álftagerðisbræður eru meðal dáðustu tónlistarmanna Íslands. Geisladiskar þeirra hafa selst í háum upplögum, lög þeirra eru sívinsæl í útvarpi og árið um kring eru þeir á ferð og flugi milli landshluta til þess að syngja fyrir þjóðina. Í bókinni um Álftagerðisbræður er sagt frá þessum lífsglöðu bræðrum sem fyrst sungu saman fjórir við jarðarför föður síns, öðluðust hylli sveitunga sinna og urðu svo landsþekktir skemmtikraftar. Allt frá blautu barnsbeini hefur líf þeirra snúist um söng enda spretta þeir úr frjóum jarðvegi skagfirskrar söngmenningar. Bókin geymir ógleymanlegar frásagnir af líflegu bernskuheimili þeirra í Álftagerði þar sem fjöldi litríkra einstaklinga kemur við sögu, söngferill þeirra er rakinn, sagt frá samvinnu þeirra og Karlakórsins Heimis og fylgst með þeim á tónleikaferð. Fjölmargir aðdáendur þeirra kynnast hér líka í fyrsta skipti bræðrunum sjálfum í einlægum frásögnum af starfi þeirra, sorgum og gleði.

1.680 kr.
Afhending