Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðni Líndal Benediktsson

Þegar Kristján er sendur snemma í rúmið ákveður afi gamli að trúa honum fyrir ansi svakalegri sögu. Þetta er ótrúlegt ævintýri sem gerðist á hans yngri árum þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en þó er hún ótrúlegri en nokkuð sem Kristján hefur heyrt.

Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2014.

Myndir gerði Ivan Cappelli.