Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Björn Vignir Sigurpálsson, Jón Helgason

Aldirnar eru sígildar og einstaklega vinsælar bækur þar sem Íslandssögunni eru gerð skil á aðgengilegan hátt í máli og myndum. Helstu atburðir hvers árs eru raktir í stuttum greinum sem höfða til lesenda á öllum aldri. Bækurnar eru stórskemmtilegar fróðleiksnámur og geyma lifandi sögu liðins tíma.

Hér er varpað ljósi á áratuginn 1961–1970. Þetta voru fjörugir tímar; stærstu árgangar þjóðarsögunnar voru að vaxa úr grasi og þéttbýlið blómstraði. Landsmenn byggðu þó afkomu sína enn að miklu leyti á sjósókn en þegar síldin brást varð að huga að annarri atvinnu og tekjum fyrir sístækkandi þjóð.

Jón Helgason og Björn Vignir Sigurpálsson skráðu.