Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ófeigur Sigurðsson

Sókrates er alræmdur maður af síðum Dagblaðsins þegar hann fær vinnu í kjötvinnslu á Kjalarnesi. Þar er tekið á móti honum af höfðingsskap og hlýju og hann hækkar fljótt í tign en myrk fortíð hans eltir hann upp metorðastigann. Nýr starfsmaður, formaður Þjóðernishreyfingarinnar – hvítt framboð, einnig alræmdur af síðum Dagblaðsins, hefur sterk áhrif á hann, og í sameiningu feta þeir heljarslóðir íslenskrar menningar fram að hinstu rökum.

Ófeigur Sigurðsson hlaut mikið lof gagnrýnenda og Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Skáldsögu um Jón (2010) þar sem hann varpaði nýju ljósi á 18. öldina gegnum augu Jóns Steingrímssonar eldklerks. Í Landvættum kannar hann af sama næmi líf og kjör í klofnu þjóðfélagi við lok 20. aldar.