Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ann Cleeves

Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum hefur lítið sinnt vinnunni eftir andlát unnustu sinnar. En þegar blaðamaður finnst myrtur í bát í höfninni vill hann ólmur taka þátt í rannsókninni. Blaðamaðurinn var frá eyjunum en hafði haslað sér völl í Lundúnum. Hann var illa þokkaður af mörgun vegna fortíðar sinnar og fólk undraðist að hann skyldi snúa aftur. Í ljós kemur að hann var að rannsaka mál tengt olíu- og gasfyrirtækjum í Norðursjó. Var það hugsanlega ástæðan fyrir því að hann var myrtur?

Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.

4.040 kr.
Afhending