Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Kynþáttahyggja er í hugum flestra óljósar hugmyndir um yfirburði eins kynstofns yfir annan, eða að minnsta kosti um greinilegan mismun þeirra. En hvað er kynþáttahyggja í raun, af hvaða rótum er hún runninn og við hvað styðst hún? Hvers vegna er kynþáttahyggja jafn áhrifamikil og áberandi á okkar tímum og raun ber vitni ?

Höfundur þessarar bókar , Jóhann M. Hauksson , leggur hér sitt af mörkum til að svara þessum spurningum. hann gerir grein fyrir kynþáttahyggju, segir sögu hennar og skýrir frá rannsóknum á fyrirbærinu og kenningum um það.