Flokkar:
Höfundur: Jeanette Winterson
Hann heitir Jordan en hún er kölluð Hundakonan. Þau eru nokkurs konar mægðin og þau skiptast á að segja frá þeim furðum sem á daga þeirra drífa. Baksviðið er England 17.aldar.
Borgarastríð geisar og plágur herja á mannfólkið, en frásögnin bindur sig hvorki tímabilinu né sagnfræðinni því Jórdan og Hundakonan eru ekki ema að hluta til af þessum heimi – hún þessi gríðarmikla skessa ógurlegri en nokkur annar, hann sæfarinn sem ferðast um ósýnileg höf til staða sem hvergi eru til nema í ólmu ímyndunarafli.