Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfðu konur einhverju hlutverki að gegna í stjórnmálum áður en þær fengu kosningarétt og önnur pólitísk réttindi? Í þessu riti eru birtar rannsóknir um konur og stjórnmál á Norðurlöndum frá 16. öld og fram á 19. öld og er sérstök áhersla lögð á konur sem gerendur. Þetta viðfangsefni hefur lítið verið rannsakað og eru því hér á ferðinni brautryðjendarannsóknir.

Í bókinni eru birtar níu ritgerðir eftir norræna sagnfræðinga sem ræddu þetta viðfangsefni í einni af þrem aðalmálstofum á 26. norræna sagnfræðingaþinginu sem haldið var í Reykjavík í ágúst 2007. Hér er bæði að finna yfirlitsgreinar, t.d. um stöðu rannsókna í Danmörku og Noregi um tímabilið 1500–1800, og greinar um afmörkuð efni s.s. danskar og sænskar aðalsfrúr á 16. öld, kvenlægar og karllægar víddir í stjórnmálum í Noregi fyrir og eftir 1814, og þátt kvenna í sveitarstjórnarmálum á landsbyggðinni í Svíþjóð á 17. og 18. öld.

Bókin er gefin út í ritröðinni Ritsafn Sagnfræðistofnunar.