Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Boris Akúnin

Augu heimsins beinast að Moskvu og tignarfólk streymir til borgarinnar. Krýningarhátíð Nikulásar II og Alexöndru drottningar fer í hönd. Skyndilega berast skelfileg tíðindi um hallarsalina í Kreml: Míka prins hefur verið numinn á brott og ræninginn, dr. Lind, heimtar stærsta gimsteininn í veldissprota keisarans að lausnargjaldi. Hver er þessi dr. Lind sem reynir að grafa undan öruggi ríkisins með því að hóta að myrða saklaust barn?

Erast Fandorin er talinn slyngasti rannsóknarlögreglumaður Rússlands og hann er sá eini sem von er til að geti leyst þessa gátu og fundið „doktorinn“. Um líf og dauða er að tefla og loks virðist sem Fandorin hafi hitt ofjarl sinn…

Sögurnar um Fandorin fara nú sigurför um heiminn og eru meðal vinsælustu spennusagna í Evrópu um þessar mundir. Þær gerast í lok 19. aldar og sameina á undraverðan hátt anda rússnesku meistaranna, Dostojevskís, Túrgenjevs og Tolstojs, og þá spennu sem einkennir glæpasögur nútímans. Þessi einstaka samtvinnun ólíkra þátta gerir sögur Akúnins að fágætri lestrarnautn.

1.140 kr.
Afhending