Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ásgrímur Jónsson
Bókin inniheldur aðfaraorð og texta eftir Dagnýju Heiðdal ásamt ljósmyndum af þjóðsagnaverkum Ásgríms Jónssonar. Bókin tilheyrir nýrri ritröð veglegra smárita sem Listasafn Íslands hóf að gefa út undir lok síðasta árs.
Listasafn Íslands geymir margan fjársjóðinn sem vert er að draga fram í dagsljósið og deila með öðrum. Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar fylla þennan flokk en þær veita ómetanlega innsýn í mikilvægan þátt í sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Ásgrímur var fyrstur til að myndgera álfa, tröll og drauga, sem lifað höfðu í hugskoti Íslendinga um aldir og birtust þessar myndir bæði á sýningum og í bókum á fyrstu árum 20. aldarinnar.
6.230 kr.
Afhending