Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sjón

Gunnar Kampen er ungur Reykvíkingur, verslunarskólagenginn og vel settur í lífinu, áhugasamur um menn og málefni innan lands sem utan. Hann á ástríka móður og tvær systur sem hafa hampað honum frá barnsaldri og sjálfur er hann umhyggjusamur bróðir og sonur. Vorið 1958 stofnar hann andgyðinglegan stjórnmálaflokk þjóðernissinna í Vesturbænum og tekur af kappi að leggja sitt af mörkum til ört stækkandi heimssamtaka nýnasista.

Í texta sem sveiflast frá ljóðrænum bernskumyndum til skuggalegra hugrenninga skoðar Sjón lífshlaup sögupersónu sinnar eins og honum einum er lagið. Um leið er þeirri spurningu velt upp hvort Gunnar Kampen sé eins einstakur og virðist við fyrstu sýn. Skáldsagan Korngult hár, grá augu er áleitið og meistaralega vel skrifað verk eftir einn af okkar helstu höfundum.

Sjón er skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og textasmiður. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, meðal annars Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir Skugga-Baldur og Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 fyrir Mánastein – drenginn sem aldrei var til.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 2 klukkustundur og 21 mínútur að lengd. Baldur Trausti Hreinsson les.

Hér má hlusta á fyrsta kafla hljóðbókarinnar: