Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Steinar Bragi

Konur er fimmta skáldsaga Steinars Braga og vakti mikla eftirtekt þegar hún kom út.  Sagan segir frá ungri íslenskri listakonu sem snýr heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum og reynir að raða saman brotunum í lífi sínu. Lánið virðist leika við hana þegar bankamaður, einn íslensku útrásarvíkinganna, býður henni af örlæti að dvelja endurgjaldslaust í glæsilegri þakíbúð í háhýsi við Sæbraut meðan hún kemur sér fyrir. En smám saman fær hún á tilfinninguna að verið sé að leiða hana í gildru …

Konum var fádæma vel tekið af gagnrýnendum og lesendum og hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 7 mínútur að lengd. Unnur Birna Jónsdóttir Backman les.

2.750 kr.
Afhending