Konur er fimmta skáldsaga Steinars Braga og vakti mikla eftirtekt þegar hún kom út. Sagan segir frá ungri íslenskri listakonu sem snýr heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum og reynir að raða saman brotunum í lífi sínu. Lánið virðist leika við hana þegar bankamaður, einn íslensku útrásarvíkinganna, býður henni af örlæti að dvelja endurgjaldslaust í glæsilegri þakíbúð í háhýsi við Sæbraut meðan hún kemur sér fyrir. En smám saman fær hún á tilfinninguna að verið sé að leiða hana í gildru …
Konum var fádæma vel tekið af gagnrýnendum og lesendum og hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 7 mínútur að lengd. Unnur Birna Jónsdóttir Backman les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun