Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Einar Már Guðmundsson

Þessi bók geymir 36 sögur, þar sem Einar Már leikur sér með samband bókmennta og raunveruleikans og beitir til þess ýmsum brögðum frásagnarlistarinnar. Efnið er afar fjölskrúðugt og margar sögurnar eru byggðar á raunverulegum atburðum þar sem við sögu koma þekktar persónur úr þjóðlífinu. Hér njóta sín til fullnustu ýmsir bestu eiginleikar Einars Más sem sagnameistara; ljóðrænn og innblásinn stíll, hnyttin tilsvör, en ekki síst hið hárfína jafnvægi harms og gleði.