Höfundur: Ulf Nilsson
Jonni getur ekki sofið. Hann er tólf ára gamall og nýorðinn einkaspæjari. Hann glímir við erfiða gátu og ósvaraðar spurningar hringsnúast í höfðinu á honum:
Hvar er Friðrik Smárason niður kominn?
Getur verið að hann hafi verið myrtur?
Hvað þýðir enska orðið mindset?
Og hvernig á hann að komast yfir hinn helminginn af fimmþúsundkallinum?
Hálfur seðill er fyrsta bókin um Jonna og félaga eftir sænska verðlaunahöfundinn Ulf Nilsson.
„Þetta er lítil bók að umfangi sem rúmar þó svo ótrúlega mikið.“
Karin Anderberg / Skånska Dagbladet