Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir, Steingrímur Þórðarson

Íslenska eitt er kennslubók í íslensku ætluð fyrir fyrstu önn framhaldsskóla. Bókin er samin í anda hugmynda um heildstæða móðurmálskennslu og í henni er fjallað samhliða um lestur og ritun texta af ýmsu tagi og meðferð talaðs máls. Í bókinni eru fjölbreytt verkefni sem þjálfa meðal annars lesskilning, ritun, beitingu hugtaka og munnlega færni. Aftast í bókinni er hugtakasafn þar sem skilgreind eru flest þau hugtök sem fjallað er um. Bókin er ríkulega myndskreytt, meðal annars með myndum af fjölda íslenskra listaverka af ýmsu tagi.

Höfundar bókarinnar eru íslenskukennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafa allir langa kennslureynslu að baki.

Íslensku eitt fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar. Til að fá þær sendar má senda tölvupóst á netfangið [email protected]

7.040 kr.
Afhending