Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hjörleifur Guttormsson

Margir helstu áhrifamenn á Íslandi 19. aldar voru ótrúlega fjölhæfir og afkastamiklir. Einn þeirra er Sigurður Gunnarsson ‒ sálusorgari, ferðagarpur, smiður og húsameistari, náttúrufræðingur, rithöfundur, alþingismaður og læknir.

Hjörleifur Guttormsson hefur tekið saman þetta rit um ævi og verk langafa síns. Þá sögu segir Sigurður sjálfur að verulegu leyti, í bréfum, greinum og ritsmíðum. Margt það efni hefur aldrei birst áður.

Bók fyrir áhugamenn um Íslandssögu, um austfirsk málefni og um fólk sem nær miklum árangri við erfiðar aðstæður.