Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

[removed]

Í eldhúsi Evuer þriðja matreiðslubók Evu Laufeyjar. Í henni má finna yfir hundrað uppskriftir að girnilegum réttum fyrir öll tilefni. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og afar aðgengilegar. Það er á allra færi að töfra þær fram.

Matur er ekki bara matur í mínum augum heldur er hann sameiningartákn fjölskyldu og vina. Eldamennskan er eins og allt annað; ef maður sýnir henni ást og umhyggju þá er líklegt að útkoman verði stórgóð. Ég hef safnað saman mínum eftirlætis uppskriftum í langan tíma og þær birtast nú hér á síðum þessarar bókar. Hver einasta þeirra á sérstakan stað í hjarta mínu og ég vona að þið njótið vel.

Bókina prýða fallegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

6.490 kr. 4.499 kr.
Afhending