Höfundur: Þorsteinn Guðmundsson
Í Hundabókinni eru sjö sögur úr nútímanum af fólki í misgóðu sambandi við sitt dýrslega eðli. Sögurnar eru fullar af húmor, stappaðar af kaldhæðni, hroka og karlmannlegri viðkvæmni.
Þorsteinn hefur áður samið sjónvarpsþætti og útvarpsleikrit og árið 2000 sendi hann frá sér Klór, safn samtengdra sagna sem vakti mikla athygli.