Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Árið 2010 fagnaði Héraðssambandið Skarphéðinn aldarafmæli og var einhugur innan sambandsins að minnast þessara merku tímamóta með myndarlegum hætti. Á héraðsþingi Héraðssambandsins Skarphéðins þann 26. febrúar 2005 var stjórn sambandsins falið að undirbúa söguritun HSK í tilefni af 100 ára afmæli héraðssambandsins 2010.

Stjórnin ákvað að semja við Jón M. Ívarsson sagnfræðing frá Vorsabæjarhóli um ritun sögunnar. Í framhaldinu var skipuð ritnefnd sem í sátu Gísli Páll Pálsson, Bolli Gunnarsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Engilbert Olgeirsson og Jóhannes Sigmundsson. Eftir að Gísli Páll og Bolli hættu störfum komu inn í nefndina Hansína Kristjánsdóttir og Helgi Kjartansson. Með ritnefndinni starfaði af miklum krafti sögu- og minjanefnd HSK, þau Haraldur Júlíusson, Lísa Thomsen, Þorgeir Vigfússon og Jóhannes Sigmundsson.