Höfundur: Leifur Breiðfjörð
Höfuðljóð er nýstárleg bók. Tólf ljóðskáld tókust á við þá áskorun að semja ljóð út frá höfuðmyndum listamannsins Leifs Breiðfjörð en jafnfram birtast hér myndir hans: tólf hausar, tólf ljóð. Þannig mætast þrettán öflugir listamenn og leiða saman ólík form og búa til nýjan galdur sem orkar á lesendur á frumlegan og skapandi hátt.
Ljóðskáldin tólf sem eiga ljóð í þessari bók eru:
Anton Helgi Jónsson
Einar Már Guðmundsson
Guðmundur Andri Thorsson
Kristín Svava Tómasdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir
Pétur Gunnarsson
Sjón
Soffía Bjarnadóttir
Steinunn Sigurðardóttir
Þorsteinn frá Hamri
Þórarinn Eldjárn
Þórdís Gísladóttir