Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Luis López Nieves

Hjarta Voltaires er þjóðargersemi í Frakklandi; það eina áþreifanlega sem eftir er af einum fremsta hugsuði síðari alda. En dag nokkurn kvikna efasemdir um að hjartað sem varðveitt er í skríni í París sé það rétta. Á æðstu stöðum er ákveðið að málið skuli rannsakað til hlítar og leit hefst að ættingjum heimspekingsins til að bera saman erfðaefni. En reynist hjartað ekki vera úr Voltaire, á þá að leyna sannleikanum? Og hvar væri hjarta hans þá niðurkomið?

Hjarta Voltaires er viðburðarík og gamansöm spennusaga sem vitnar ekki aðeins um þörf nútímans fyrir staðreyndir og sannanir heldur skyggnist einnig inn í hugarheim lærðra manna á 18. öld. Getum við sett okkur í spor Voltaires? Vísindamaðurinn Roland de Luziers fær það ögrandi verkefni að komast til botns í margslunginni ráðgátunni sem ef til vill væri betur komin óleyst.

Luis López Nieves (f. 1950) er eins og áður segir einn helsti höfundur Púertó Ríkó og þekktur fyrir smásögur auk þessarar vinsælu skáldsögu. Hann hefur tvisvar hlotið Bókmenntaverðlaun Púertó Ríkó, í fyrra skiptið fyrir smásögur sínar og síðara skiptið, árið 2006, fyrir Hjarta Voltaires.

Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi úr spænsku.

„Frumleg skáldsaga, góð í gegn.“
Críticas Magazine, New York

„Áhugaverð og spennandi… Nieves nær manni strax og sleppir ekki fyrr en sagan er öll. Hjarta Voltaires svínvirkar fyrir þá sem hafa gaman af sögulegum skáldsögum og svo bara alla hina sem hafa gaman af lestri góðra skáldsagna.“
Þórarinn Þórarinsson / Nýtt Líf

[Domar]

„Höfundur gerir sér mat úr sögulegum staðreyndum og umvefur þær skáldskap til að framreiða ljúffenga skáldsögu.“
El Sentinel, Flórída

„Spenna sem stigmagnast í margslunginni og grípandi bók sem kemur á óvart… gæti náð sömu vinsældum og Nafn rósarinnar.“
Seymour Menton, Háskólanum í Kaliforníu

„Búið ykkur undir óvenjulegan lestur.“
El Tiempo, Kólumbíu

[/Domar]