Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðbergur Bergsson

Hin eilífa þrá er lygileg prakkarasaga og harmræn dæmisaga um Íslendinga samtímans.

Lesendur eru leiddir inn í regnfatagerðina Iceland Rain í iðnaðarhverfi í Reykjavík. Þar eiga allir sér sameiginlegan draum um skjótfenginn auð. Hvað býr að baki þessum draumi? Hver er hin eilífa þrá?

Guðbergur Bergsson hefur löngum kortlagt íslenskan veruleika í verkum sínum. Þótt sögusviðið sé nú merkt hinu upplýsta, tæknivædda, alþjóðlega og siðmenntaða nútímasamfélagi berast persónur enn grímulaust á banaspjót. Í þessari sögu brotnar allt sem prýða má mannlegt samfélag í svellköldum öldum klámfenginnar sölumennsku.

2.390 kr.
Afhending