Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gerður Kristný

Ísinn í sjoppunni við Valhöll hlaut að bragðast guðdómlega. Þar sem fólki var áður drekkt eins og kettlingum í poka eða það sundurlimað fyrir að stela tvinna var nú boðið upp á pönnukökur með þeyttum rjóma. Síðan var hægt að kasta peningi ofan í gjá og óska sér heppni og hamingju.

Það er liðið á sumar og lyngilmurinn í Grafningnum fyllir vitin. Frá sumarbústöðunum sjást Nesjaey og Sandey stinga kryppum sínum upp úr vatninu og stundum siglir þar bátur. Fólk er hingað komið til að vera í friði með minningar sínar og leyndarmál. Kvöldin eru orðin dimm og erfitt að finna þá sem týnast.

Gerður Kristný er höfundur á þriðja tugar bóka. Hestvík er þriðja skáldsaga hennar fyrir fullorðna.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 33 mínútur að lengd. Höfundur les.

Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:

4.040 kr.
Afhending