Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Emma Donoghue

Ekkert gerir mömmu hrædda. Nema kannski Nick gamli.

Jack er fimm ára og á heima í Herbergi með mömmu sinni; það er hans heimur og þar hefur hann alltaf verið. Á næturnar sefur hann inni í skáp af því að mamma vill ekki að hann hitti Nick gamla sem færir þeim matinn og leggst upp í rúm hjá henni.

Veröldin utan við Herbergi er ókunn, ekki til – en nú er Jack orðinn svo stór að mamma getur treyst á hann; eina von hennar um að koma þeim út er að Jack sé nógu klár til að leika aðalhlutverkið í djarfri flóttaáætlun.

Herbergi eftir Emmu Donoghue er margverðlaunuð metsölubók sem hefur hvarvetna hlotið mikið lof, gríðarlega áhrifarík saga móður sem leggur allt í sölurnar til að barnið hennar komist til þroska við ömurlegar aðstæður, og saga barnsins sem skilur ekki, þekkir ekki, veit ekki … Átakanleg frásögn um grimmd og örvæntingu, en líka ljúfur, fyndinn og ómótstæðilegur vitnisburður um takmarkalausa ást.

Ólöf Eldjárn þýddi.

1.140 kr.
Afhending