Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Bergljót Líndal

Í þessari bók rekur Bergljót Líndal fyrrum hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur sögu þessarar stofnunar frá upphafi 1953 þar til starfsemi í húsinu við Barónsstíg var lögð niður árið 2006. Jafnframt fjallar hún stuttlega um heilsuvernd á fyrri öldum og í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar.

Meginefni bókarinnar er þó starfsemi hinna ýmsu deilda Heilsuverndarstöðvarinnar en þær voru voru fjölmargar og sinntu öllum helstu þáttum í heilsuvernd Reykvíkinga í meira en hálfa öld. Ekki síst er mikil áhersla lögð á starfsemi barnadeildar og mæðradeildar Heilsuverndarstöðvarinnar. Loks er fjallað ítarlega um fólkið sem starfaði á Heilsuverndarstöðinni öll þessi ár og í bókarlok er skrá yfir forstöðumenn deilda, auk atriðis- og nafnaskrár.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun