Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Yu Dan

Speki Konfúsíusar er tímalaus og endurnærandi, veitir hjálp á erfiðum stundum og beinir sjónum að Því sem skiptir máli í lífinu. Í Heilræði hjartans – Konfúsíus fyrir nútímann, leggur Yu Dan prófessor út af textum Konfúsíusar og miðlar vísdómi þeirra til samtímans þannig að við sem nú lifum getum nýtt okkur þessa sígildu visku til að öðlast hamingju og jafnvægi hugans á róstusömum tímum.

Speki þessi hefur fylgt kínversku þjóðinni um aldir og er óhætt að fullyrða að hún hafi staðist tímans tönn. Bókin er byggð á sjónvarpsþáttumYu Dan um Konfúsíus sem sýndir voru árið 2006 og slógu rækilega í gegn í Kína.Yu Dan tókst ekki lítið verk áhendur með því að lesa hina fornuspeki saman við samtímann en henni þykir takast sérlega vel aðlaga hana að daglegu lífi nútímafólks. Sjónvarpsþættir hennar um efnið vöktu fádæma öflug viðbrögð, og þessi bók ekki síður – Yu Dan varð stjarna á einni nóttu og Heilræði hjartans seldist í tíu milljónum eintaka á innanvið ári.

Höfundurinn Yu Dan er með masterspróf í kínverskum bókmenntum og doktorsgráðu í fjölmiðlafræðum. Hún starfar sem prófessor við Lista- og menningardeild Beijing Normal University. Hún hefur auk þess skrifað um kvikmyndir og sjónvarp.


„Yu Dan hefur leyst úr læðingi mikið afl – tímalausa speki Konfúsíusar. Einfaldar og skýrar túlkanir hennar og útleggingar á þessum forna lærdómi tala beint til hjartans. Þær munu áreiðanlega vísa mörgum leiðina til sannrar hamingju og skilnings á eigin lífi.“
Zhi Gang Sha, rithöfundur og heimspekingur