Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Milan Kundera

Hátíð merkingarleysunnar er ætlað að varpa ljósi á grafalvarleg viðfangsefni án þess að segja eitt einasta orð af alvöru. Lesendur Milans Kundera kannast við alvöruleysið sem einkennir skáldsögur hans. Í Ódauðleikanum rölta Goethe og Hemingway hlið við hlið gegnum hvern kaflann af öðrum, spjalla saman og gantast. Og í Með hægð segir Vera, eiginkona höfundarins: „Þú hefur oft sagt að þig langaði að skrifa skáldsögu þar sem ekki væri að finna eitt einasta alvarlegt orð … ég ætla bara að vara þig við: passaðu þig: óvinir þínir bíða þín.“

Í stað þess að passa sig lætur Kundera þennan draum sinn loks rætast í skáldsögu sem segja má að sé undraverð samantekt allra fyrri verka hans. Kostuleg samantekt. Kostulegur eftirmáli. Hlátur innblásinn af samtímanum sem er fyndinn vegna þess að hann hefur misst allt skopskyn. Hverju er við að bæta? Engu. Lesið!

Friðrik Rafnsson þýddi.

1.140 kr.
Afhending