Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Gunnar Helgason

Kæri lesandi

Nú er sko allt að gerast. Ég er að verða HEIMSFRÆG! Fyrst þarf ég bara að taka nokkur myndbönd sem fá milljón-skrilljón áhorf! Það getur nú varla verið svo flókið. Það er verst að sumir vilja ekki hafa myndbönd af sér á netinu (eins og Hanni granni) og sumir skyggja á mig og fá alla athyglina (eins og Hanni granni) (og Siggi bróðir). Og talandi um Hanna granna – sá kann aldeilis að koma á óvart!

 Kær kveðja, Stella (Samfélagsmiðlastjarna í mótun)

Gunnar Helgason er einn ástsælasti höfundur landsins og fáar barnabækur hafa notið viðlíka vinsælda og bókaflokkurinn um Stellu og fjölskyldu hennar. Fyrstu fjórar bækurnar hlutu Bókaverðlaun barnanna og sú fyrsta, Mamma klikk, hreppti auk þess Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hér bætist sjötta bókin í þennan sprellfjöruga sagnaflokk.