Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Greg Behrendt, Liz Tuccillo

Blákaldur sannleikurinn um hvernig karlmenn hugsa

Margföld metsölubók eftir Greg Behrendt og Liz Tuccillo – höfunda og framleiðendur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Sex and the City.

Öldum saman hafa konur komið saman yfir kaffi og kokkteilum og talað sig hásar um karlmenn og furðulegt háttalag þeirra.

Hann er nýkominn úr erfiðu sambandi …

Hann er hræddur um að verða aftur særður …

Kannski óttast hann mig …

Höfundar þessarar bókar halda því fram að karlmenn séu ekki mjög flókin fyrirbæri. Skilaboðin eru alveg skýr: Hann er ekki nógu skotinn í þér ef:

  • hann býður þér aldrei út
  • hann er of upptekinn til þess að svara þegar þú hringir
  • hann forðast orðin „samband“ og „skuldbinding“

Hann er ekki nógu skotinn í þér er ögrandi, fyndin og frelsandi bók. Nú þarf falleg, klár og fyndin kona eins og þú ekki lengur að eyða tíma í að finna afsakanir fyrir að halda vonlausu sambandi áfram. Þessi bók hjálpar þér að finna hinn eina rétta … þann sem er raunverulega skotinn í þér.

Þýðandi er Þóra Sigurðardóttir.

1.140 kr.
Afhending