Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristín Ómarsdóttir

Varla geta þær kallast hversdagslegar þótt þær fjalli um hversdagsleikann, þessar tvær nýju sögur um náin tengsl mannfólksins – fremur mætti kalla þær nokkurs konar sálumessu yfir Kjarnafjölskyldunni. Ísskápurinn, sjónvarpið, rúmið og eldhúsborðið gegna mikilvægum dramatískum hlutverkum, en aðrir leikendur eru þau Albert, Júlía, Elísabet, Jóhann, Marteinn og Rósa. Sögurnar um þetta fólk eru eins konar tvíburasystur, alvörugefnar, fremur hryssingslegar í viðmóti og ekki allra. Hér er íslenskur hversdagsleiki tekinn fyrir og tekinn með valdi á þann meistaralegan hátt sem Kristínu Ómarsdóttur er einni lagið.

2.390 kr.
Afhending