Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu hefur að geyma leiðarlýsingar tæplega 30 fjölbreyttra gönguleiða á höfuðborgarsvæðinu og í kringum það. Sumar leiðirnar liggja á fjöll, aðrar um menningar- og söguslóðir og enn aðrar umhverfis kyrrlát vötn, skóga, meðfram fjörum og um skrúðugt dýra- og plöntulíf. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina töfra gönguferða og eru þær merktar sérstaklega.
Jónas Guðmundsson er gönguleiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur sem varið hefur ótal stundum á fjöllum og á göngu um náttúru landsins. Hann hefur áður skrifað bækurnar Gönguleiðir á hálendinu og Gönguleiðir á Reykjanesi. Þessi bók hentar öllum þeim sem vilja kynnast þeim fjölmörgu áhugaverðu stöðum sem finnast í bakgarði höfuðborgarsvæðisins. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Auk þess er settur fram sögulegur og landfræðilegur fróðleikur um þær leiðir sem gengnar eru hverju sinni. Í bókinni er einnig hagnýtur kafli um undirbúning og fjölda góðra ráða sem varða fjallgöngur og útivist.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun