Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson

Eggert Pétursson og Helgi Þorgils Friðjónsson hafa í áratug unnið að myndaseríu þar sem þeir grípa inn í verk hvors annars og skapa þannig eitthvað algerlega óvænt og nýtt. Afraksturinn var settur upp á sýningunni „Gengið í björg“ á Listasafni ASÍ.

Crymogea hefur nú gefið út samnefnda bók þar sem finna má öll verkin í einni þykkri skruddu. Hér er á ferðinni lifandi, skemmtileg og falleg listaverkabók þar sem þessir þjóðþekktu myndlistamenn skapa í sameiningu einstöku verk.

Guðmundur Ingi Úlfarsson er hönnuður bókarinnar. Bókin er gefin út í 100 árituðum og tölusettum eintökum. Allar forsíður eru handskreyttar af myndlistarmönnunum og þannig er hver bók einstakt listaverk. Af þessu má enginn listunnandi missa.

Gengið í björg, handteiknað

17.330 kr.
Afhending