Flokkar:
Höfundur: Pálmi Gunnarsson
Pálmi Gunnarsson hefur verið veiðimaður allt frá bernskuárum á Vopnafirði þar sem hann ólst upp. Frá því hann hóf veiðar hafa þær átt hug hans allan, þótt ekki megi gleyma því að tónlistin hefur leikið stórt hlutverk í lífi hans – og sá farsæli ferill er öllum kunnur. Í þessari bók rekur Pálmi sögu sína við stangaveiðar og hvernig líf hans hefur mótast af þessari hvöt og ástríðu sem fylgt hefur manneskjunni frá ómunatíð. Gengið með fiskum er ekki venjuleg bók um veiðar, því hún geymir öðru fremur eftirminnilega þroskasögu veiðimanns. Hér er sagt frá tengslum manns og náttúru á þann hátt sem staðfestir hversu mikilvægt það er að vernda og varðveita það sem við eigum.