Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Anders de la Motte

Henrik Pettersson, HP, er smákrimmi sem gefur skít í flest gildi samfélagsins. Dag nokkurn kemst hann yfir farsíma af óþekktri gerð og í gegnum hann er honum boðið að taka þátt í leik sem felst í því að leysa ákveðin verkefni í raunveruleikanum. Fyrsta verkefnið er einfalt, að stela regnhlíf en smám saman verða verkefnin hættulegri, ólöglegri og meira spennandi – og verðlaunin hækka í samræmi við það.

Lögreglufulltrúinn Rebecca Normén er alger andstæða HP, samviskusöm með afbrigðum og stendur sig með prýði – en einhver veit ýmislegt misjafnt um fortíð hennar og gerir henni lífið leitt. Hver er að spila með hana?

Þýðandi er Jón Daníelsson.

„…einhver best heppnaða innsýn í talsmáta og hugsun tölvuleikjakynslóðarinnar sem sést hefur á prenti. … Hressileg, spennandi og skemmtileg saga sem gefur ferska innsýn í heim snjallsímakynslóðarinnar.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

„Bókin er ekki aðeins spennandi aflestrar heldur einnig full af húmor en líka ádeilu á upplýsingasamfélagið sem við búum í.“
AMG /

„Tölvutæknin er eitt af undrum veraldar og höfundur leikur sér með nýja veröld sem hefur skapast með snjallsímum. … Textinn er lipur og þýðingin rennur vel.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

„Anders de la Motte er yfirmaður öryggismála hjá alþjóðlegu tölvufyrirtæki og starfaði áður hjá lögreglunni. Efni skáldsögunnar Geim ber þess sterklega merki en hún fjallar einum þræði um stærstu samsæriskenningar samtímans sem höfundur tengir á skemmtilegan máta við vinsæla tækni nútímans, leikjaöpp farsímanna … Það má hiklaust mæla með Geim fyrir spennufíkla. Hún er grípandi og skemmtileg.“
Kristjana Guðbrandsdóttir / DV

„Mögnuð spennusaga … Plottið er pottþétt og heldur manni fram á síðustu blaðsíðu“
Politiken, Danmörku

Nútímasaga skrifuð á nútímamáli, full af húmor og spennu
Umsögn sænsku glæpasagnaakademíunnar

3.100 kr.
Afhending