Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Óskar Magnússon

Ég sé ekkert svona gleraugnalaus hefur að geyma nýjar smásögur eftir Óskar Magnússon sem flestar fjalla um hversdagslegt fólk í venjulegu umhverfi. Við kynnumst viðkvæmu tónskáldi, járningamanni utan af landi, hjónum á ferðalagi í Feneyjum og fyrrverandi bankastjóra – og Hróar læknir, Ingveldur Melinda og gleðikonan Francois Girbaud stíga líka fram á sjónarsviðið.

Sögurnar eru fjölbreytilegar og í þeim er oft galsafenginn tónn en undir niðri býr alvara og stundum hárfín ádeila. Höfundur hefur einkar glöggt auga fyrir smáatriðum og gæðir sögupersónur sínar lífi með næmum skilningi á einkennum þeirra og hátterni.