Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Renée Knight

Öll líkindi við fólk, lífs eða liðið, eru einber tilviljun … eða ekki? Hvernig liði þér ef spennutryllirinn sem þú værir að lesa fjallaði um … þig?

Ólýsanleg örvænting grípur Catherine þegar hún áttar sig á að atburðir sem hún hefur kvalist yfir og haldið leyndum í tuttugu ár eru orðnir að sögu í bók. Hver getur mögulega hafa skrifað hana? Enginn lifandi maður á að þekkja leyndarmál hennar …

Fyrirvari er taugatrekkjandi spennusaga um líf sem lagt er í rúst og hefnd sem engu eirir, um rangar ákvarðanir og misgerðir sem enginn getur réttlætt. Fortíðin verður ekki aftur tekin.

Guðni Kolbeinsson þýddi.