Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Ann Cleeves

 Í Norður-Devon á Englandi, þar sem tvö fljót sameinast á leið í hafið, stendur rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew Venn fyrir utan kirkjuna þar sem útför föður hans fer fram. Daginn sem Matthew yfirgaf trúarsöfnuðinn sem hann ólst upp í missti hann fjölskyldu sína líka. Í sama mund og hann gengur burt frá kirkjunni hringir síminn. Lík hefur fundist á ströndinni í nágrenninu. Maður með húðflúraða mynd af stórum sjófugli á hálsinum hefur verið stunginn til bana. Matthew er falin rannsókn málsins. Þar með hverfur hann óvænt á vit fortíðar sinnar. Banvæn leyndarmál opinberast og hið nýja líf Matthews rekst óþyrmilega á veröld sem hann taldi sig hafa snúið baki við.
Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjana Jimmy Perez (Shetland) og Veru Stanhope hafa slegið í gegn um heim allan. Í Fuglinum í fjörunni kynnir Cleeves til sögunnar nýja söguhetju, Matthew Venn, sem hefur líka slegið í gegn jafnt á prenti sem sjónvarpsþáttum. Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði.

„Stórsnjöll, íhugul og afar grípandi.“  – New York Times
„Sem mikill aðdáandi Veru- og Shetland-bókanna hafði ég miklar væntingar til nýju seríunnar. Fuglinn í fjörunni fer langt fram úr þeim væntingum. Söguhetjan Mathew Venn slær í gegn. Frábær byrjun á nýrri glæpaseríu eftir Cleeves“ – Metsöluhöfundurinn David Baldacci
„Cleeves er … hin nýja drottning sakamálasagnanna.“ – Sunday Mirror