Flokkar:
Höfundur: Lilja Magnúsdóttir
Sagan vekur upp spurningar um hvað það er í raun að vera flóttamaður. Hver þarf að flýja og hvers vegna? Er það einungis fólk frá stríðshrjáðum löndum eða getur það hent þá sem búa í friðsömu samfélagi?
Spennandi og áleitin saga sem tekur á margvíslensum birtingarmyndum ofbeldis á raunsæjan og áhrifaríkan hátt.
Lilja Magnúsdóttir skrifaði smásagnasafnið Gaddavír og gotterí sem kom út 2022 og Svikarann sem kom út 2018. Svikarinn var tilnefndur til skáldsagnaverðlauna hjá Storytel.