Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Brynja Hjálmsdóttir
Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.
„Til að leysa glæpamál með sómasamlegum hætti þarf maður helst að vera einn að verki og umfram allt að treysta innsæinu.“

Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.

Friðsemd er bráðskemmtileg og óhefðbundin spennusaga um missi, von og vináttu í brothættum heimi.

„Eitt okkar fremsta unga skáld.“– Egill Helgason, Kiljan

Brynja Hjálmsdóttir hefur áður sent frá sér bækurnar Okfruman (2019), Kona lítur við (2021) og Ókyrrð (2022). Hún er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur, Ljóðstafs Jóns úr Vör og Bóksalaverðlaunanna. Friðsemd er hennar fyrsta skáldsaga.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun