Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: G. Jökull Gíslason

Í Breiðholtinu býr María á tíræðisaldri. Á langri ævi hefur hún stiklað um stóratburði mannkynssögunnar.

Í seinni heimsstyrjöldinni var hún hermaður í Rauða hernum sem í fyrstu varðist innrás Þjóðverja en endaði í Berlín. Rússar kalla þetta stríð Föðurlandsstríðið mikla. Það var hennar stríð.

Bókin segir átakasögu austurvígstöðvanna í smáu og stóru. Í lok hvers kafla er stríðssagan sett í samhengi við lífshlaup Maríu Mitrofanovu og við sjáum atburðina frá hennar sjónarhóli.

Bókina prýða fjölmargar myndir og kort.

Inngangsorð ritar Anton Vasiliev, sendiherra Rússneska sambandsríkisins á Íslandi.