Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: FLICKMYLIFE

Í óravíddum alnetsins kennir ýmissa grasa og á vefsetrinu FLICKMYLIFE láta menn sér fátt óviðkomandi. Líkt og spéspegill dregur FLICKMYLIFE fram það fyndna, fáránlega og oft vandræðalega úr daglegu amstri mannlífsins, menningu, stjórnmálum og samkiptum. Nú hefur garðurinn verið ræktaður í hartnær þrjú ár og fyrsta uppskeran er viðamikið safn af því helsta af síðunni.

Tugþúsundir Íslendinga vitja síðunnar dag hvern og hér eru helstu ástæður vinsælda FLICKMYLIFE á prenti í fyrsta sinn, í bók sem fær mann til að skella upp úr aftur og aftur.

Í bókinni er að finna tvífaramyndirnar, fáránlegar fésbókafærslur og fyndnar myndir sem hafa náðst á skemmtilegum augnablikum.

2.420 kr.
Afhending