Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Ýmsir höfundar

[removed]

Fjórða Makkabeabók var líklega rituð á fyrstu öld e.Kr. og í henni sameinast grísk heimspeki og gyðinglegur átrúnaður. Bókin fjallar um tengsl skynsemi og tilfinninga, efnistökin eru trúfræðileg en viðfangsefnið heimspekilegt, enda leitar höfundurinn í smiðju grískrar heimspeki og ritið sjálft er ekki síður heimspekileg pæling en trúfræðileg greining. Er rökhugsunin óskorðaður drottnari kenndanna? Hvers má skynsemin sín andspænis matgræðgi og girnd, eða illmennsku og ótta? Hin 2000 ára rökræða brennur á okkur enn í dag.

Þýðing: Rúnar M. Þorsteinsson sem einnig ritar inngang og skýringar.

3.490 kr.
Afhending