Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þorsteinn Þorsteinsson

Hér fjallar Þorsteinn Þorsteinsson um ljóð fjögurra íslenskra skálda á fyrri hluta síðustu aldar. Skáldin eru vel kunn: Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Jónsson, Halldór Kiljan Laxness og Steinn Steinarr, og í brennidepli eru þau ljóð þeirra sem mestum tíðindum sættu á sínum tíma vegna nýjunga sem áður höfðu lítt eða ekki þekkst í íslenskri ljóðlist.

Auk almennra ljóðskýringa eru raktir þræðir frá þróun sem hófst á seinni hluta 19. aldar og hefur verið kennd við módernisma, og hugað að ætterni ljóða. Niðurstöður eru um margt frábrugðnar fyrri skýringum á íslenskri ljóðlistarsögu þessa tíma.

Þorsteinn Þorsteinsson hefur getið sér afar gott orð fyrir bókmenntarannsóknir sínar, ekki síst umfjöllun um íslenska ljóðlist á 20. öld. Fyrir bók sína Ljóðhús, um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007.