Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Horacio Castellanos Moya

„Ég er ekki andlega heill, hljóðaði setningin sem ég undirstrikaði með gula merkipennanum, setningin sem ég gekk svo langt að hreinrita í mína eigin persónulegu minnisbók, því þetta var ekki bara hver önnur setning, hvað þá afmarkað tilvik, öðru nær …“ Þannig hefst frásögn manns sem hefur fengið það verkefni að prófarkalesa ellefu hundruð síðna skýrslu um þjóðarmorð á frumbyggjum í ónefndu ríki í Mið-Ameríku, manns sem við þann starfa er ýmist drukkinn eða heltekinn kynórum, kolómögulegur, taugaveiklaður og veiklundaður.


Bjartur gefur út.