Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Didda

Erta er fyrstu skáldsaga Diddu (Sigurlaug Jónsdóttir).

Erta er frásögn í dagbókarformi, sagt er frá ýmsum atburðum, lífsreynslu og hugrenningum Reykjavíkurstúlku. Frásögnin spannar eitt ár, hver dagur hefur sín sérkenni og þekkt umhverfið ljær frásögninni veruleikablæ.

Þetta er samtímaskáldsaga þar sem beinskeyttar og berorðar lýsingar hitta lesandann í hjartastað. Aðalpersóna bókarinnar leitar ástar, öryggis, hlýju og blíðu í framandi, ögrandi og ástlausum heimi. Dagbókarformið veitir frelsi til að taka á ólíkum málum en hugmyndir um einsemd og angist, ástleysi og ást magnast upp af síðum bókarinnar og grípa hugann.

Didda (Sigurlaug Jónsdóttir) er fædd í Reykjavík árið 1964. Hún hefur áður sent frá sér ljóðabókina Lastafans og lausar skrúfur (1995) sem vakti m.a. athygli fyrir innsýn í undirheima stórborgar.

1.140 kr.
Afhending