Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Marian Keyes

„Ég varð að fara aftur til New York og reyna að finna hann. Kannski var hann ekki þar en ég varð að athuga það því eitt var ég viss um: Hann var ekki hér.“

Anna Walsh er öll í skralli. Hún liggur í betri stofu foreldra sinna, lætur sig dreyma um að fara frá Dublin og komast aftur til New York. Til vina sinna. Til flottasta starfs í heimi. En, fyrst og fremst, til Aidans.

Fjölskylda hennar hefur þó aðrar hugmyndir (svo ekki sé minnst á sín eigin vandamál). Og Aidan virðist einhverra hluta vegna hika við að hafa samband. Hvað getur mögulega hafa splundrað þessu lífi sem Anna unni svo heitt? Er Aidan sá eini sem getur púslað öllu saman aftur?

Er einhver þarna? er  tíunda bók írsku skáldkonunnar Marian Keyes. Bókin fór á topp metsölulista í Bretlandi þegar hún kom út, árið 2006. Þetta er önnur bók Keyes sem gefin er út á íslensku.

680 kr.
Afhending