Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðrún Eva Mínervudóttir

Boulanger-fjölskyldan í Stykkishólmi er til meðferðar hjá geðlækninum Snæfríði Björnsdóttur. Eftir að dóttirin Alma hitti Jesú í sumarfríi fjölskyldunnar á Spáni fór hversdagslífið úr skorðum. Þegar Alma einsetur sér að fylgja fordæmi frelsarans — bjóða hinn vangann og hjálpa sínum minnsta bróður — hrindir hún af stað atburðarás sem hneykslar bæjarbúa. Foreldrarnir taka í taumana og er ráðgjöfinni ætlað að koma Ölmu aftur niður á jörðina. Hjá Snæfríði verða hins vegar allir í fjölskyldunni að horfast í augu við eigin breyskleika og uppgjör er óumflýjanlegt.

Í þessari hrífandi samtímasögu fjallar Guðrún Eva Mínervudóttir um mannleg tengsl, hversdagsþrautir og mátt hugsjónanna. Er hægt að feta veg kærleikans án þess að fara í taugarnar á öllum í kringum sig?

Englaryk er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2014 í flokki fagurbókmennta og hlaut menningarverðlaun DV í flokki bókmennta.

3.890 kr.
Afhending