Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristian Guttesen

Englablóð er níunda ljóðabók höfundar. Í bókinni opnar höfundur sig um þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.

Hér eru á ferðinni bæði prósar sem fást við öngþveiti hins mannlega ástands og angurvær ljóð sem láta engan ósnortinn.

Ég tók ákvörðun um að deyja …

Þyngslin lágu á mér, ég gat
hvorki talað né hreyft mig
úr stað, ég starði niður
í hyldýpið sem horfði
til baka og bauð mér inn.

– tíu dögum fyrir jól –

Ég tók ákvörðun og hnýtti
hnút og leitaði mér að krók.
(Skyndilega er það eitthvað
svo hversdagslegt að deyja
og hverfa inn í óminnið).

… og skila mér aftur til skaparans.

Ég leitaði að útgönguleið,
en kallið barst úr lífinu
þegar lítill drengur vaknaði
og með grátkæfðri röddu
rauf dauðaþögnina.

3.460 kr.
Afhending