Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Viveca Sten

Fimm vinkonur hittast að vetrarlagi upp til fjalla. Þær stunduðu háskólanám saman fyrir tuttugu árum. Svo skildu leiðir og langt er síðan þær sáust síðast.

Endurfundirnir byrja á glaðlegum nótum og það er eftirvænting í lofti. Vinkonurnar rifja upp gamlar minningar en brátt koma upp á yfirborðið gömul særindi, öfund og óánægja. Ný leyndarmál eru afhjúpuð og smám saman verður andrúmsloftið spennuþrungið. Í sama mund skellur á bylur úti fyrir …

Spennandi sálfræðidrama um vináttu og mannleg örlög eftir metsöluhöfundinn Vivecu Sten og dóttur hennar Camillu Sten. Bók sem heldur lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 2 klukkustundir og 44 mínútur að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.

2.990 kr.
Afhending