Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Jónína Leósdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl

„Svo kyssti hún mig. Bara svona allt í einu. Fyrst stuttan, feiminn koss sem hitti munnvikið á mér. Mér brá auðvitað og ég þurrkaði mér um munninn. Svo horfðumst við í augu og hlógum. Þetta var misheppnaður koss. Þegar við vorum hætt að hlæja tók hún um höfuðið á mér og dró mig að sér og stakk tungunni djúpt inn í munninn á mér.
Hún var heit og rök.“

Sögurnar í Elskar mig elskar mig ekki fjalla allar um að vera ástfanginn, vera elskaður og þora að fylgja hjarta sínu. Sextán norrænir höfundar frá átta málsvæðum skrifa hér um ástina í allri sinni fjölbreytni fyrir lesendur frá 13 ára aldri. Meðal höfunda í bókinni eru Jónína Leósdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl.

Sögurnar sextán eru allar skrifaðar sérstaklega fyrir þessa bók sem unnin var í samstarfi átta norrænna útgefenda: Milik á Grænlandi, Bókadeildarinnar í Færeyjum, Samlaget í Noregi, Art People í Danmörku, Opal í Svíþjóð, Tammi í Finnlandi, Davvi Girji á samíska málsvæðinu og Forlagsins á Íslandi.

Böðvar Guðmundsson íslenskaði sögur allra erlendu höfundanna. Sögur finnsku, samísku og grænlensku höfundanna voru þó fyrst þýddar á millimál. Norræna ráðherranefndin styrkti þýðingu sagnanna.

3.110 kr.
Afhending